Annað lauf

Meistarasmiðurinn mikli!
Hátíð er í ljósheimum,
heyrist gleðihjal.
,,Varstu vinurinn góði,
að vinna fram á kvöld”?
Ljúfar stundir líða úr stað.
Laufa er bráðum fallin.
Hann fór út að sópa að,
og ausa vatni í dallinn.
Blessaður kallinn.
Mælir hans milda freyja,
frá mörgu er að segja.
Hann er búinn að heyja,
heilbrigt er að deyja.
Meistarasmiðurinn mikli!
Vont er að ganga lengi Vondaþýfið.
Vont er að lifa lengi utan við lífið.
Dimmt er milli dægra.
Heilhamrað hægra.
Kviknar snemma hjá kúnum inni í fjósi,
kvígurnar dansa þá baðaðar ljósi.
Gengið er út og hallað hurð.
Hrossin eru fyrir austan skurð,
sáust fram við Stýflu,
síðast með Hnýflu.
Hressilegt er að ríða hart,
um Holt og Bakka á fleygifart.
Búnaðarfélagið besta.
Gleðistundir gesta.
,,Sjáðu”, segir syndin
,,slæm er ekki myndin
tindilfætt á tindinn,
trítlar hvíta kindin,
tær er litla lindin”.
Hvernig reiknar þú með þríliðu dæmin þungu,
þegar hjálpa þarf í skóla hjörtunum ungu?
Engan tekur aftur slag,
ekkert tekið sporið.
Engan starfa, engan dag,
ekkert sést í vorið.
Lögð er leið með Drengjadæl,
lagt á Kirkjurima.
Vinir vappa þar á hæl,
vild er í hverjum kima.
Lagst er meðal stirðra lima.
Meistarasmiðurinn mikli!
Ekki er ég alveg viss,
………………….iss.