Búið
Í forlaga seið,
ég eigra á leið,
til ættarhúsa minna.
Í gömlum meið,
um túnin breið,
örlögin stöðugt inna.
Hægt geng til bús,
Hugsandi´ en fús.
Heyrist mér ómur orða.
Sefur samt hús,
seint verð ég dús,
að setjast mitt þögulla borða.
Tungan er stöm
sem einatt er töm,
og tamin í hverjum vanda.
Um stund sígur höm.
Hún verður söm,
og sterklega mun ég standa.
Hlýlegt var fjós,
hvar stirndi á ljós.
Hvers vegna að sífra þær stundir?
Ný sprettur rós,
er ævi nær ós,
þá nemur glaðværðin grundir.