Hið íslenska fyrritíðarfélag
Haldin eru heilög blót,
hlaðin eru borðin.
Piltar sína pipran fót,
puntar rjóðan vanga snót.
Valin eru bestu vildarorðin.
Tala menn um fyrritíð,
titra sagnaböndin.
Hvort sem geysar vetrarhríð,
hiti mitt um sumur blíð,
eilíft hærra alltaf lyftist öndin.