Heimsókn

Fyllist önd af sálarfrið,
er farið er um æskuhlið.
Ilmur jarðar fer á ið.
Augu blika og hlakka.
Æ, gefðu mér nú eitthvert gott vín að smakka.

Haltra ég um heimaveg,
held um árin þægileg.
Æskan er farin, hugsa ég,
er arka um Holt og Bakka.
Æ, gefðu mér nú eitthvert gott vín að smakka.

Ekki er allt sem veröld veit,
Um veru þína á þessum reit.
En ári var gaman inni´ í sveit,
að aka um og flakka.
Æ, gefðu mér nú eitthvert gott vín að smakka.

Öll við biðjum guð um börn,
er brosa til oss gleðigjörn.
Þau eru okkar þétta vörn,
og þú átt orðið krakka.
Æ, gefðu mér nú eitthvert gott vín að smakka.

Strax í æsku stígur þrá,
sem að aldrei gleymast má.
Að safna silfri og berast á,
og sést hefur þú í frakka.
Æ, gefðu mér nú eitthvert gott vín að smakka.

Jæja væni, Vigfús Þór,
víst ertu núna orðin stór.
Drekkur bæði vín og bjór,
og blettur er nú á hnakka.
Æ, gefðu mér nú eitthvert gott vín að smakka.

Segja menn hér orðin snjöll,
sem að spanna árin öll.
Hátíð er og hlátrasköll,
hér færðu kort og pakka.
Og, gefðu mér nú eitthvert gott vín að smakka.