Kranabílstjórinn var kominn á undan mér og sat í kaffi inni í elhúsi hjá þeim gamla. Hann sagði mér að þegar ég stökk úr dráttarvélinni sem ég hafði dregið hrærivélina á, hafi sá gamli staðið við gluggann og sagt digrum róm, sem hans var vani:
,, Kemur nú einn fuglinn enn, og heldur en ekki skrautlegur”.