Það óhapp vildi til að hann varð á milli stafs og hurðar á bíl og hryggbrotnaði. Honum var hjúkrað í kassa í hálft ár. En svo kom að því að hann fengi að hreyfa sig úti á bletti. Hann var settur út á grasið og var svo ánægður að fá að draga sig áfram á framfótunum í guðsgrænni náttúrunni. Þá gerist það að flækingshundur, einhvers staðar að, kemur á harða stökki, grípur köttinn í kjaftinn og hverfur með hann inn í skóginn.