Ég er með talhólf

Og talhólfið segir,
eins og ekkert sé:

,,Þá er það spurning dagsins:
Hvað er þurftastaður hjá kvenfólki?
Takk fyrir.”

Og ég segi við talhólfið,
eins og ekkert sé:

,,Hreykinn geng um stéttlagt hlað,
hlæ og syng svo ,,ligeglad”.
Yfir því að eiga að,
alltaf vísan þurftastað.”