Þorrablót

Ekki ganga goðin ein,
gumar kveða dulin mein.
Borða hákarl, svið og bein,
berast mun Óðni mjálmur.
Og, ætlarðu að standa upp núna,…sjálfur!

Haldist bæði rok og regn,
reynist engum vera um megn.
Svona er að vera Svegðisþegn,
og skjálfa ekki´ eins og kálfur.
Og, ætlarðu að standa upp núna,…sjálfur!

Herra þorri gefur hrín,
hátíð bæði rís og dvín.
Karlmenn drekka klökuð vín,
og kannske er ég orðinn hálfur.
Og, ætlarðu að standa upp núna,…sjálfur!

Er búið verður ásablót,
berum heim allt veisludót.
Þung verður byrði á þreyttan fót,
þýðir samt ekkert gjálfur.
Og, ætlarðu að standa upp núna,…sjálfur!

Kulnar heldur glóðin heit,
haldið er heim af goðareit.
Heyrast mun hátt um alla sveit:
(Hlær þá í holti álfur)
,,Og, ætlarðu að standa upp núna,…sjálfur!”