Þeirra erinda fór ég niður í
Kaupfélag til kaupa á timbri. Þar var
þá ekki til ein spýta. Þá
var þar staddur maður úr uppsveitum, sömu
erinda á vörubíl. Það varð
úr að ég fékk far með honum
til Reykjavíkur í leit að timbri. Þegar
við komum í Völund var okkur sagt að
þá um morguninn hafi tekið gildi skömmtun
á timbri. Það þyrfti sérstakt
leyfi frá ráðuneytinu til að geta
fengið timbur. Við förum beint upp í
ráðuneyti. Þar er þá löng
biðröð af mönnum sem bíða eftir
afgreiðslu á leyfum til timburkaupa. Þegar
kemur að okkur félögunum sagði afgreiðslustúlkan
að við þyrftum að fylla út sérstakt
eyðublað, þar sem við yrðum að
tilgreina hverjir við værum, hvað við
störfuðum o. þ. h.. Þar var einnig
spurt hvað þyrfti mörg kúbikfet af
timbri. Það var erfið spurning fyrir mig.
Ég ákvað að skrifa nógu mikið.
Svo gæti farið að skortur yrði á
timbri og því gott að eiga nóg.
Og það gerði ég. Félagi minn
segir við mig;
,,Heyrðu, þú ert svo flinkur að fylla
út svona, vilt þú ekki fylla þetta
út fyrir mig?”
Það geri ég og skrifa sama magn honum.
Síðan geng ég með umsóknina
inn í herbergi þar sem sitja tveir spekingar.
Annar þeirra varð síðar áberandi
bankastjóri. Þeir horfa spekingslega á
umsóknina um stund án þess að segja
neitt. Þar til annar þeirra segir allt í
einu;
,,Hvað ætlar þú að gera við
þetta timbur?”